Gylfi Kröyer

Page 2 of 3

Uppgjör við 2017

Þá er frábært ár að baki og ég þarf ekki að hugsa mig um lengi áður en ég skrái það hjá mér sem mitt uppáhalds ár hingað til. Það einkenndist af yndislegum félagsskap, mikilli og fjölbreyttri vinnu og ferðalögum. Þetta… Continue Reading →

Eyðimerkurferð Marokkó

Klukkan 8 var bankað á dyrnar á riad-inu okkar. Þetta var Ali. Hann var í stuttermabol, víðum buxum og einhverjum merkilegustu skóm sem ég hef séð. Þeir voru úr úlfaldaskinni. Hann yrði leiðsögumaðurinn okkar og einkabílstjóri næstu fjóra dagana. Við… Continue Reading →

Þegar örlög manns eru fyrirfram ákveðin

Þegar ég var 13 ára var framtíð mín ákveðin af bestu vinum mínum. Ég var góður í stærðfræði. Þess vegna, þegar ég yrði stór, myndi ég verða prófessor. Hvíthærður og einsamall prófessor með lufsulegt skegg, sífellt klæddur í hvítan eða… Continue Reading →

Stígum á bensíngjöfina

Sumir lifa ekki fyrir sjálfa sig heldur fyrir samfélagið í kringum sig. Sumir óttast að lifa sínu eigin lífi. Við vitum öll að samfélagið samþykkir fólk sem útskrifast úr menntaskóla, fer þaðan beint í bóklegt háskólanám, þaðan beint á vinnumarkaðinn,… Continue Reading →

Hafið og skýin (og tunglið og ég)

Mér var alltaf illa við sjóinn. Hann er myrkur og dularfullur. Við vitum víst minna um hafið en geiminn sjálfan. Ég las það í Lifandi Vísindum. Ég flutti á Seltjarnarnesið í fyrra. Það leið ekki á löngu þar til ég… Continue Reading →

Gunnar á Hlíðarenda

Jafnan pönnupítsan var pöntuð, „fá heimsenda”. Skrifaðist sú á Gunnar, sent á Hlíðarenda.

Ritstífla

Ritstífla er ringulreið oft rfitt hana að leysa, en sú er lausn og frábær leið að láta gamminn geysa.

Af öndum og þeirra afrekum

Endur fyrir löngu voru aldrei með neitt vesen. Þær skildu sín hlutverk á jörðinni; að borða brauð niðri við Tjörnina og segja bra-bra. Sjá þær í dag, haldandi standandi Ólympíuleika í kafi, keppandi í blönduðum bardagalistum sem vinnast yfirleitt á… Continue Reading →

Bósi ljósár borðar kvöldmat

Bósi ljósár stígur inn í matvöruverslun. „Hvar eru grænu baunirnar?” Bólugrafnir kjálkar japlandi á jórturleðri benda honum á svæði 3B. Hann borgar með seðli og fer með baunirnar á veitingastað. „Þjónn, það er fluga í stígvélinu mínu.” Bósi greinir hvorki… Continue Reading →

Þorvaldur

Í dag er Gylfi ekki ber að baki því bróðir hans nú fagnar sextán árum. Ég minnist þess svo mjög er um hann skárum, móðir hans og ég á andartaki. Er Þorvaldur þokkalegur í blaki og þykist eiga helling af… Continue Reading →

« Older posts Newer posts »

© 2019 Gylfi Kröyer — Powered by WordPress

Theme by Anders NorenUp ↑